Rúna Vala...hin eina sanna, enjoy...  

Gestabókin



Eldri blogg:





sendu mér póst
föstudagur, janúar 02, 2004

GLEÐILEGT NÝÁR DÖMUR MÍNAR OG HERRAR, PILTAR OG STÚLKUR!!
Já, enn eitt árið er liðið í aldanna skaut (og aldrei það kemur til baka). Ég var heima hjá mér fram yfir áramót. Þar vorum við mamma ásamt Björgu, Erik, Afa, Einari frænda, Huldu, vinkonu mömmu og gömlum Þjóðverja sem Björg hitti á ferðum sínum um Pólland í sumar og bauð heim. Vandinn er sá að hann er ÓÞOLANDI!! Já, eða þannig. Það var mjög gaman að tala við hann um kvöldið og allt, hann var svolítið hávær og spurði þessi líka ógn og býsn af spurningum. Þannig að hann er í góðu lagi svona eina kvöldstund, en Björg þarf að hafa hann fram til áttunda janúar!!! Já, eftir áramót skellti ég mér til hans Ágústs, vinar míns. Við skemmtum okkur konunglega ásamt vinum hans og vinkonu. Bæði heima hjá honum , úti á Landakotstúni við að sprengja smá og niðri í bæ. jújú, ég var komin í bólið um hálf níu!!! Ég tók leigara heim og var mjög fegin því að vinur Ágústs gekk með mér og beið til að taka liegara sjálfur því röðin var aaaansi löng!! Þá meina ég löng, as in hálfur kílómetri eða eitthvað álíka. En það var í lagi, það var logn og ekkert allt of kalt. Eða þá að ég var bara rétt klædd: Í hermannabomsunum mínum, legghlífar, pilsi sem náði rétt niðurfyrirhné og kápu, með húfu og vettlinga, þó. Já, það gildir að klæða sig rétt til að geta djammað á Íslandinu okkar.
Gleðilegt ár með þökk fyrir þau gömlu!


skrifað af Runa Vala kl: 12:56

Comments: Skrifa ummæli
© Sigrún Vala